Fróðleikur

AÐ VELJA VINDIL

 

NAFNIÐ

Byrjum á vörumerkinu. Partagas, H. Upmann, Cohiba og Davidoff eru nokkur þekkt vörumerki. Þú finnur vörumerkin á litlum miða á vindlinum sem er venjulega vafinn um hausinn á honum, við lokaða endann.

En þessi vörumerki geta valdið ruglingi. Sum vörumerkin voru fyrst framleidd á Kúbu. Eftir byltingu Castro árið 1959 þá flúðu margir vindlaframleiðendur og töldu að þeir gætu tekið vörumerkin sín með sér. Kúbumenn héldu því hins vegar fram að vörumerkin tilheyrðu Kúbu en ekki fyrirtækjunum. Þess vegna er hægt að finna til dæmis Cohiba vindla sem eru framleiddir í Bandaríkjunum og Cohiba vindla sem framleiddir eru á Kúbu. Þetta getur líka átt við um Hoyo de Monterrey, Partagas, Romeo y Julieta og fleiri vörumerki sem framleidd eru í fleiri en einu landi, til dæmis bæði á Kúbu og Dóminíska lýðveldinu.

Venjulega er hægt að komast að því hvað er hvað með því að skoða litla miðann á vindlinum og athuga hvort þar stendur Habano eða Havana. Ef allt er rétt á merkingin Habano eða Havana að gefa til kynna að vindillinn sé framleiddur af fyrirtæki á Kúbu. 

LITURINN

Með lit á vindli er átt við hversu dökkt ytra byrði vindilsins er – vafningurinn. Í eina tíð voru notaðir tugir hugtaka um lit á vafningi ræktuðum á Kúbu, Súmötru, Brasilíu og Bandaríkjunum. Í dag eru sex megin litahugtök í notkun. Vafningurinn er í dag líka ræktaður í Ecuador, Nicaragua, Hondúras og Cameroon til viðbótar við löndunum sem nefnd voru hér áður

Þetta eru aðalhugtökin:

  • Claro claro: Ljósgrænn og oft kallaður candela. Oft frekar sætt bragð. Claro claro er ekki mjög vinsæll litur í dag en í eina tíð var meirihluti vindla á markaði í Bandaríkjunum með Claro claro, ljósgrænum vafningi.
  • Claro: Ljósbrúnn. Venjulega ræktaður í skugga undir tjöldum. Þekktur fyrir hlutlaust bragð.
  • Colorado Claro: Ljósrauður til brúnn. Oftast ræktaður undir beinu sólarljósi og gefinn dálítill tími til að þroskast.
  • Colorado: Brúnn til rauðbrúnn litter. Venjulega ræktaður í skugga og hefur ríkt bragð og mjúkan ilm.
  • Natural: Ljósbrúnn til brúnn. Oftast ræktaður undir sólarljósi.
  • Maduro: Maduro þýðir þroskaður á spænsku. Hugtakið vísar til þess að það tekur langan tíma að framleiða kröftugan og dökkbrúnan vafning. Maduro vindill á að vera eins og silki og olíukenndur með sterku bragði og mildum ilmi.
  • Oscuro: Þýðir dökkur en einnig kallaður negro eða black þar sem tóbak er ræktað. Venjulega eru þessi lauf skilin lengst eftir á plöntunni og látið þroskast lengst til þess að ná sem mestri sætu.

STÆRÐ OG LÖGUN

Nú þegar búið er að velja vörumerki og vafning er komið að því að skoða stærð og lögun vindilsins. Á spænsku þýðir orðið vitola bæði stærð og lögun en við eigum ekkert slíkt orð á íslensku. Flestir vindlar koma í kassa sem gefur til kynna með merkingu hvaða lögun er um að ræða. Til demise Punch Double Corona, H. Upmann Lonsdales eða Partagas 8-9-8. Þegar maður er búinn að átta sig aðeins á lögun vindlanna fær maður líka ákveðna hugmynd um stærð þeirra. Til dæmis mun maður fljótlega átta sig á að Double Corona er ekki stuttur vindill.

En hugtökin sem lýsa stærð og lögun vindlanna eru ekki eftir einhverjum alþjóðlegum stöðlum. Í áratugi hafa vindlaframleiðendur ákveðið upp á sitt eindæmi hvaða hugtak á við hvaða lengd og lögun þeirra vindla. Til dæmis getur Churchill vindill verið mister eftir framleiðendum. Reyndar komast Kúbuvindlar næst því að vera eftir einhverjum stöðlum því þar er mikið eftirlit með vindlaframleiðslu.

Hins vegar er hugmyndafræðin hjá öllum framleiðendum sú sama. Eini munurinn er hvort stærðirnar eru skilgreindar í sentimetrum eða tommum. Lengd er þar af leiðandi skilgreind ýmist í sentimetrum eða tommum og ummál eða ring gauge er tiltekinn hluti af 64 hlutum af tommu eða millimetrum. Þannig er classic corona vindill 6 x 42 sem þýðir að hann er 6 tommu langur og 42/64 hluta þykkur. Margir framleiðendur framleiða reyndar corona vindla sína með 44 ring gauge í stað 42. Ef þú ert að leita að einhverjum samnefnara til þess að nota sem grunn til að finna úr lögun vindilsins þá hjálpar að vita að hægt er að skipta öllum vindlum í tvo flokka: Parejos sem hafa beinar hliðar og Figurados sem hafa óreglulegar hliðar.

 

Parejos

Parejos eru með beinar hliðar ef svo má segja. Flestir kannast við þessa lögun. Það eru þrír grunnflokkar sem falla undir þessa skilgreiningu; Coronas, Panetelas og Lonsdales.

Klassískur Corona vindill er 6 tommur x 42 ring gauge. Þessi stærð hefur verið einhvers konar viðmiðun fyrir allar aðrar stærðir. Corona vindlar eru með opinn fót (endinn sem maður kveikir í) og lokaðan haus (endinn sem maður reykir). Hausinn er oftast ávalur. Churchill vindill er 7 tommur x 47 ring gauge. Robusto er 5 tommur x 50 ring gauge. Double Corona vindill er 7 1/1 tomma x 49 ring gauge. Panetelas er yfirleitt 7 tommur x 38 ring gauge og eru þannig lengri en Coronas en umtalsvert þynnri. Lonsales eru 6 3/4 tommur x 42 ring gauge, þykkari en Paneteleas en þynnri og lengri en Coronas. 

Figurados

Hugtakið Figurados stendur í raun fyrir allar stærðir sem gætu talist óreglulegar. Það eru til margar gerðir af Figurados vindlum. Pyramid hefur oddmjóan lokaðan haus og breiddar að opnum fæti. Belicoso er lítill pýrdamídalagaður vindill með ávölum haus. Torpedo er með oddmjóan haus, lokaðan fót og bólgnar út í miðjunni. Perfecto er eins og vindillinn sem maður hefur séð í teiknimyndum með tvo lokaða ávala enda og bólginn í miðjunni. Culebras er eins og þrír vindlar fléttaðir saman. Diamedas er stór vindill, 8 tommur eða lengri. Oftast hefur hann opin fót en stundum kemur hann lokaður. Það er mikilvægt að muna að hér getur líka verið misræmi á milli framleiðenda.

Það ber að varast að fara eftir þessum hugtökum eins og nákvæmnisvísindum. Stærðir geta verið mismunandi á milli framleiðenda og landa. Það getur líka hugsanlega átt við um lit á vafningum. En það er aftur á móti gagnlegt að vera örlítið kunnugur hugtökunum til þess að hafa allavega einhverja hugmynd um hvaða eiginleika er um að ræða hverju sinni.

Leave a Reply