Þekktir vindlaáhugamenn

Cigar Aficionado og Michael Jordan

Síðasta sumar birti Cigar Aficionado sérstaka óklippta útgáfu af viðtali við Michael Jordan frá árinu 2017. Viðtalið tók Marvin R. Shanken. Ýmis stutt brot úr þessu viðtali hafa verið birt á vefnum og hafa þau hlotið 2,4 milljónir áhorfa. Hin óklippta útgáfa hafði aldrei verið sýnd fyrr en þann 30. júlí sl.

Jordan hefur tvisvar verið á forsíðu Cigar Aficionado, 2005 og 2017.

Forsíðuviðtalið við Jordan frá árinu 2005 er afar skemmtilegt og áhugavert en það er hægt að lesa í heild sinni hér á vefsíðu CigarAficionado.com. 

Í viðtalinu frá 2017 reykja Jordan og Shanken saman vindla og ræða um fjölskyldu Jordans, uppáhalds vindlana, áhuga hans á Kúbu og hvað þarf til þess að vera sigurvegari.

Leave a Reply