Þekktir vindlaáhugamenn

Churchill og vindlarnir hans

Mikið hefur verið skrifað um vindlareykingar Winston Churchill og meira að segja hefur unun hans af vindlum verið umfjöllunarefni sagnfræðinga. Churchill sást ekki oft án vindils. Hann verslaði m.a. sína vindla í Robert Lewis á St. James Street í London (nú James J. Fox). Verslunin á enn gögn; handskrifuð bréf, skeyti, og önnur skjöl sem sýna að Churchill keypti mörg hundruð þúsund vindla þar. Á sex mánaða tímabili árið 1964, árið áður en hann lést, keypti Churchill 825 vindla; 250 í apríl, 275 í júní og 100 á mánuði í júlí, ágúst og september. Og Robert Lewis var ekki eina verslunin sem hann skipti við þó hún hafi verið hans stærsti birgi. Á heimili hans í Kent var hann með vindlageymslu með 3-4 þúsund vindla. Uppáhalds vindlarnir hans komu frá Romeo y Julieta þó þeir hafi ekki verið þeir einu sem hann reykti. Hann var mest fyrir Kúbuvindla en hann kynntist þeim þegar hann gegndi herskyldu þar árið 1895.

Þegar Churchill var í New York árið 1931 gleymdi hann að þar keyrðu bílarnir hægra megin á götunni og lenti í árekstri. Þegar hann kom heim til London var hann færður á sjúkrabörum í sjúkrabíl. Þá var ofangreint ljósmynd tekin af honum með vindil í munnvikinu. Þetta var ekki eina skiptið sem Churchill var myndaður þar sem hann var á sjúkrabörum með vindil.

Churchill vindlar eru frekar stórir vindlar. Hefðbundin stærð á Churchill vindlum framleiddum á Kúbu eru 7 tommu lengd og ring gauge upp á 47. Churchill vindlar eru nefndir eftir Winston Churchill en það er ekki alveg ljóst hvenær þeir fengu þessa nafngift. Margir segja að það hafi verið í kringum 1940 þegar Churchill heimsótti Romeo y Julieta verksmiðjuna á Kúbu.

Churchill var mikill nautnaseggur. Hann dáði Johnny Walker Red eða Black og svo var hann einnig þekktur fyrir dálæti sitt á kampavíni, sérstaklega Pol Roger.

Til þess að skrifa þessa stuttu umfjöllun var stuðst við eftirtaldar heimildir sem áhugavert er að lesa í heild sinni.

 

Leave a Reply