Uncategorized

Morgunblaðið fjallar um vindil

Í Morgunblaðinu þann 14. desember birtist ítarlegt viðtal Ásgeirs Ingvarssonar við Elías Blöndal Guðjónsson, eiganda Vindils.

Elías rak sig á ótal hindranir þegar hann undirbjó opnun vindlabúðar á netinu.Í viðtalinu kemur m.a. fram að vindlarnir sem Elías flytur inn þurfa að hafa viðkomu í vöruhúsi ÁTVR. ,,Ég sé alfarið um það sjálfur að koma á tengslum við framleiðendur, senda þeim pantanir og flytja vöruna inn, en þegar vindlarnir eru komnir á frísvæði hér á landi neyðir ÁTVR mig til að selja þeim hvern einasta vindil á verði sem ég fæ að ákveða. Því næst sækir ÁTVR vindlana, fer með þá í eigin geymslu og selur mér svo til baka með 18% álagi,“ segir Elías í viðtalinu. ,,ÁTVR hefur sumsé ekkert gert nema sækja vöruna og afhenda hana til baka og tekur fyrir það þessa ríflegu álagningu.

Elías hefur falið lögmanni sínum að undirbúa málsókn enda ekki annað að sjá að um þvinguð viðskipti sé að ræða.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta lesið viðtalið hér.

Ljósmynd: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Leave a Reply