gamlárskvöld

Vindill opnaði netverslun sína þann 11. desember og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Viðtökur viðskiptavina fóru fram úr allra björtustu vonum! Við hefjum svo nýtt ár á því að leggja inn nýjar pantanir til J.C. Newman Cigar Co., Casdagli Cigars, AJ Fernandez og Casa Turrent. Þá er von á 11 nýjum vörunúmerum frá La Tabacalera Palma og fullt af fleiri góðum fréttum sem enn má ekki segja frá. Fylgist vel með á nýju ári!

Það er nauðsynlegt að tryggja sér nokkra góða vindla fyrir gamlárskvöld. Hér á eftir förum við yfir það helsta sem við mælum með.

Vindill verður með opið á skrifstofunni milli kl. 12-17 þann 30. desember þar sem pantanir verða afhentar. Öllum er velkomið að líta inn en við mælum með því að panta á netinu því kassarnir hjá okkur eru að tæmast.

Skrifstofa Vindils er á Hótel Sögu. Gengið er inn um aðalinngang frá Hagatorgi og þaðan er farið með stiga eða lyftu upp á 3. hæð. Hringið gjarnan í síma 692-3554 ef þið villist!

Vindill mælir sérstaklega með áramótasprengjunni.


ÁRAMÓTASPRENGJAN

Áramótasprengjan samanstendur af fimm stórkostlegum vindlum. Þetta er smakkpakki ársins sem þú einfaldlega getur ekki látið fram hjá þér fara. Þú getur annað hvort verið aðalhöfðinginn í götunni og boðið nágrönnum þínum upp á gæðavindil frá Dóminíska lýðveldinu eða Nikaragúa eða einfaldlega átt nokkra góða vindla inni á nýju ári. Þetta getur ekki farið úrskeiðis. Í þessum smakkpakka er að finna Julius Caeser Robusto, A. Turrent Triple Play Robusto, Brick House Ciento Por Ciento, Enclave Habano Robusto og Brick House Classic Short Torpedo.


SKOÐA Í VERSLUN

Til þess að fagna 135 ára afmæli J.C. og 115 ára afmæli fyrirtækisins var vindlalínan Diamond Crown Julius Caeser sett á markað árið 2010. Diamond Crown Julius Caeser vindlarnir eru vandlega handvafðir í afar takmörkuðu upplagi af Tabacalera A. Fuente í Dóminíska lýðveldinu.
Diamond Crown Julius Caeser hefur hlotið lof allsstaðar þar sem kveikt er í honum. Meðal annars hefur hann í tvígang verið valinn einn af 25 bestu vindlum ársins hjá virtasta vindlatímariti heims, Cigar Aficionado, 2011 og 2014.

Caeser

SKOÐA Í VERSLUN

Traditional línan frá Casdagli er innblásin af íburðarmiklu lífi Casdagli fjölskyldunnar í Egyptalandi snemma á 20. öld.
Vindlalínan er hornsteinn Casdagli Cigars. Þetta er upphaflega vindlahönnunin frá síðasta áratug 20. aldarinnar þegar Casdagli vindlar voru búnir til á Kúbu.
Þessi Figurado vitola vindill hafði ekki verið búinn til síðan á 5. áratug síðustu aldar þegar hann var kynntur til sögunnar á ný af Jeremy Casdagli árið 2009.
Hann er með þéttpökkuðum filler sem samanstendur af USA Pennsylvanian Broadleaf, Dominican, Nicuaragan og Peruvian. Hann er með binder frá Kelner fjölskyldunni og Dominican Cotui wrapper. Þessi vindill er með ótrúlega ríku og einkennandi sætu bragði.
Þessi vindill er blandaður af Hendrik Kelner Jr. sérstaklega fyrir Casdagli í Kelner Boutique Factory.
Það er tilvalið að njóta þessa vindils með glasi af portvíni.

Casdagli

SKOÐA Í VERSLUN

Hér heiðrar AJ Fernandez það tímabil sem hann telur vera gullöld Kúbuvindlanna en AJ ólst upp á Kúbu og vindlamenningin er greipt djúpt í hann. Dias de Gloria er búinn til úr tóbaki sem hefur fengið að eldast frá elstu ekrum AJ í Nicaragua, Finca los Cedros, La Providencia 1, La Lila og La Soledad. Allar fjórar ekrurnar eru í Estelí í Nicaragua.
Dias de Gloria er einstakur Nicaragua puro. Puro þýðir að öll elementin í vindlinum, wrapper, binder og filler eru frá sama landi, í þessu tilviki Nicaragua. Hann á að endurspegla kjarna pre-Castro vindlatímabilið og gerir það vel.

Días De Gloria

SKOÐA Í VERSLUN

Það er að mörgu að hyggja á gamlárskvöld. Það þarf að elda matinn, hafa ofan af fyrir krökkunum, skjóta upp rakettunum, horfa á áramótaskaupið o.s.frv. Í þessu ljósi er Brick House Classic Teaser fullkominn áramótavindill. Stuttur en jafnframt sver vindill í stærðinni 3 1/2 x 56. Algjör áramótafantur. Það er gott að eiga nokkra svona Teasera í vasanum því stundum leggur maður vindilinn frá sér þegar maður er að brasa yfir skottertunum og finnur hann ekki aftur.
Brick House Classic línan er vafin í Havana Subido™ lauf og innihalda afbragðs tóbaksblöndu frá Nicaragua. Vindlarnir eru látnir eldast í fjöllunum í Nicaragua og hver einasti vindill er afrakstur fjölskylduhandbragðsins. Brick House vindlarnir urðu frægir á einni nóttu þegar þeir komu á markað á ný. Þeir eru einhverjir umtöluðustu vindlarnir á netinu og með þeim söluhæstu í Bandaríkjunum.
Brick House vindlarnir hafa hlotið fjölmörg verðlaun, til dæmis Best Bargain Cigar og sæti á topp 25 í Cigar Aficionado með 92 í einkunn. Brick House vindlarnir eru virkilega vandaðir vindlar með merkilega sögu.

Brick House

SKOÐA Í VERSLUN