NÝIR VINDLAR

Vindill opnaði netverslun sína þann 11. desember og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Viðtökur viðskiptavina fóru fram úr allra björtustu vonum! Allir rakaskápar og kassar eru að tæmast. Það er mikið uppselt hjá okkur núna en ekki örvænta því von er á nýjum vindlasendingum til landsins von bráðar. Við eigum líka von á vindlakössum og aukahlutum frá Boveda og Xikar.

Strax í næstu viku er von á stórri sendingu frá La Tabacalera Palma en í henni eru bæði La Galera og Indian Head vindlar. Við munum skrifa meira um þessa stórkostlegu vindla þegar þeir lenda hjá okkur.

Og svo eigum við auðvitað von á janúar/febrúar heftinu af Cigar Aficionado en við eigum enn okkur hefti af nóvember/desember 2020 fyrir áhugasama.

Nánar tiltekið er á þessum vindlum um miðjan janúar: Indian Head Cuban Aristocrat Connecticut Robusto, Indian Head Cuban Aristocrat Maduro Torpedo, Indian Head Cuban Aristocrat Habano Robusto, Indian Head Rough Rider Sweets Connecticut Lonsdale, Indian Head Rough Rider Sweets Connecticut Toro, La Galera Connecticut Robusto „Chaveta“, La Galera Connecticut Corona „Cepo – pigtail“, La Galera Maduro Corona Gorda „Pegador“, La Galera Habano Robusto „Chaveta“, La Galera Habano Torpedo „Cortador“ og La Galera 1936 Box Pressed Corona Gorda „Pegador“.

Ennfremur kynnum við til leiks í janúar nýjan framleiðanda, Plasencia Cigars. Plasencia eru þekktir fyrir að hafa breitt úrval af ótrúlega vel blönduðum vindlum. Plasencia er einhver stærsti tóbaks- og vindlaframleiðandi í heimi og þess vegna hafa þeir úr gríðarlegu magni tóbaks að velja þegar þeir blanda vindlana sína. Tóbakið þeirra er ræktað í Hondúras og Nikaragúa.

Nestor Plasencia, aðalmaðurinn í fyrirtækinu, er talinn vera sá einhver áhrifamesti í vindlaheiminum í dag. Við hlökkum til að kynna bjóða þessa frábæru vindla en gera má ráð fyrir því að þeir verði komnir í skápana í janúar. Nánar tiltekið munum við bjóða upp á þessa vindla frá Plasencia:

Placencia Reserva Original Robusto, Placencia Reserva Original Sampler Box, Placencia Reserva 1898 Salomón, Placencia Reserva 1898 Sampler Box, Placencia Alma Fuerte Generacíon Salomón, Placencia Alma del Fuego Candente Robusto og Placencia Cosecha 146 La Música Robusto.

 

FLEIRI SENDINGAR

Eftir miðjan janúar er von á stórum sendingum frá J.C. Newman Cigar Co., A.J. Fernandez, Casa Turrent og Casdagli Cigars. Við eigum reyndar líka von á vindlaskyrtum og nýju gæðakaffi frá Jeremy Casdagli og hans fólki. Meira um það síðar.

Nánar tiltekið er von á neðangreindum vindlum. Þetta ár byrjar vel!

A.Turrent Reserva Esp., Casa Turrent Gran Robusto mix, Casa Turrent 1880 Mix Box, Casa Turrent Origins mix, Brick House Mighty Sampler, Brick House Nic Sesenta Sampler, Perla Del Mar Perla P, Perla Del Mar Perla M, Luis Martinez Crystal Churchill, Cuesta Rey Cameo tins, Diamond Crown Julius Caeser Robusto, Diamond Crown Julius Caeser #1895 Perfecto, Diamond Crown Black Diamond Radiant, Diamond Crown Julius Caeser Robusto, Diamond Crown Maximus Robusto #5, Diamond Crown Maximus Pyramid #3, Diamond Crown 1895 Julius Caesar Perfecto, Enclave Figurado, Enclave Broadleaf Robusto, New World Gobernador Toro, New World Almirante Belicoso, New World Connecticut Robusto, New World Puro Especial Robusto, New World Cameroon Torpedo, New World Oscuro Tins, San Lotano Oval Habano Robusto, Dias de Gloria Robusto, AJF Cigars Sampler Toro, Blend 15 Short Robusto, AJF Premium Sampler, AR Quattro Espressivo, AR Quattro Maestro, Viva la Vida Robusto, Viva la Vida Diadema, Viva la Vida Club 500, Casa Turrent Miami, Casa Turrent San Andres, Casa Turrent Cuba, Casa Turrent Nicaragua, Brick House Robusto Dbl Connecticut, Brick House Short Torp Dbl Connecticut, Brick House Churchill, Brick House Ciento Por Ciento, San Lotano Requiem Connecticut Robusto, San Lotano Oval Habano Petit Robusto, Bellas Artes Hybrid Robusto, Casdagli Basilica Line C#3 Petit Robusto, Casdagli Cabinet Selection Ristretto Petit Robusto, Casdagli Cabinet Selection Rosetta Pyramide, Casdagli Daughters of the Wind Sabino Figurado, Casdagli Daughters of the Wind Calico Pyramide, Casdagli Daughters of the Wind Pony Express og Casdagli Spalato #2.

Fylgstu vel með! Þú getur valið að fá fréttabréf Vindils til þess að fá. Ef þú ert ekki skráður viðskiptavinur hjá Vindli getur þú skráð þig með því að smella hér. Þá færðu fréttabréfið. Mundu bara að haka í boxið ,,Ég vil fá fréttabréf Vindils!“