Sold out

Vöndull: Ab initio – Frá upphafi

27.900 kr.

Ab initio er latína og þýðir ,,frá upphafi“. Þessi pakki inniheldur minni vindlakassann frá Boveda, Boveda Butler rakamælinn, kveikjara, vindlaskera og fjóra vindla. Vindlakassanum fylgja tveir Boveda rakagjafar. Ab initio er góður pakki til þess að koma sér inn í leikinn.

Boveda vindlakassi fyrir 12-20 vindla

Akrýl vindlakassinn frá Boveda er fullkominn til þess að geyma og varðveita vindla til lengri tíma. Það þarf ekki að venja hann við rakastig eða viðhalda honum á nokkurn hátt. Þessi kassi er mun betri en vindlakassar með glerloki þar sem raki getur lekið út þar sem glerið mætir viðnum. Það eru mun minni sveiflur á rakastigi í Boveda vindlakassanum.

Í kassanum er pláss fyrir allt að 20 Robusto eða 12 Churchill/Double Coronas

Einnig er til stærri gerð fyrir allt að 75 Robusto eða 50 Churchill/Double Coronas.

  • Þykkt akrýlplast með gúmmífótum til þess að halda kassanum á sínum stað.
  • Segull tryggir loftþétta lokun.
  • Tvö færanleg skiptispjöld
  • Akrýl hilla í botninum svo hægt sé að setja tvo 60 g Boveda rakapoka í botninn. Tveir 69% RH pokar fylgja.
  • Götunin í hillunni gerir það að verkum að rakinn dreifist jafnt um allan kassann.

Uppselt

Boveda Butler rakamælir

Boveda Butler rakamælirinn heldur utan um bæði hita- og rakastig í vindlakassanum. Hann sendir boð í símann þinn þegar einhver frávik verða og þú getur fylgst með daglegum álestri í Boveda appinu.

Boveda Butler rakamælirinn er einhver sá nákvæmasti á markaðnum í dag. Hann er líka eini rakamælirinn sem er stilltur nákvæmlega af með sérstöku kvörðunarprófi sem fylgir í pakkanum.

 

Til á lager

XIKAR STRATOSPHERE II KVEIKJARI

Þessi Xikar Stratosphere II kveikjari er líklega eini kveikjarinn sem þú þarft nokkurn tímann að eiga. Hann er vatnsheldur, gengur fyrir butane gasi og er áfyllanlegur.

Kveikjarinn er tómur þegar þú færð hann afhentan en þú getur keypt butane gas á næstu bensínstöð.

Uppselt

Brick House Double Connecticut

 

J.C. Newman bjó upphaflega til Brick House til þess að heiðra fjölskylduna sína. Vörumerkið er búið til að fyrirmynd steinhlaðins æskuheimilis hans í Ungverjalandi. Það var gestkvæmt í húsinu, þangað komu fjölskyldumeðlimir og aðrir bæjarbúar til þess að borða, drekka, reykja vindla og njóta félagskaparins. Svo var hætt að framleiða vindla undir Brick House vörumerkinu í kreppunni miklu.

80 árum síðar settu barnabörn J.C., Eric og Bobby Newman, Brick House aftur í framleiðslu. Þeir eru vafðir í Havana Subido™ lauf og innihalda nú afbragðs tóbaksblöndu frá Nicaragua. Þeir eru handvafðir af handverksmönnum og konum. Vindlarnir eru látnir eldast í fjöllunum í Nicaragua og hver einasti vindill er afrakstur fjölskylduhandbragðsins. Brick House vindlarnir urðu frægir á einni nóttu þegar þeir komu á markað á ný. Þeir eru einhverjir umtöluðustu vindlarnir á netinu og með þeim söluhæstu í Bandaríkjunum.

Brick House vindlarnir hafa hlotið fjölmörg verðlaun, til dæmis Best Bargain Cigar og sæti á topp 25 í Cigar Aficionado. Brick House vindlarnir eru virkilega vandaðir vindlar með merkilega sögu. Þeir fást á ótrúlega góðu verði miðað við gæði.

Brick House Double Connecticut eru bonier til úr sama filler og Brick House Classic en með ekta Connecticut Shade wrapper og Connecticut Broadleaf binder. Þeim fer fækkandi vindlunum sem eru búnir til með alvöru Connecticut wrapper því margir vindlaframleiðendur hafa tekið Connecticut fræin og sett þau niður annarsstaðar, t.d. í Ecuador og Honduras. J.C. Newman notar ekta Connecticut tóbak í þennan vindil, bæði í wrapper og binder.

Niðurstaðan úr þessari samsuðu er mjög kryddaður vindill, ekki bara öðruvísi en venjulegur Brick House vindill, heldur líka allt öðruvísi en allir aðrir vindlar á markaðnum.

Last Call Habano

Upprunalega voru Last Call vindlarnir búnir til fyrir vindlaáhugamenn sem voru svo heppnir að fá að heimsækja verksmiðjur og ekrur AJ Fernandez. Þeir féllu svo vel í kramið að nú er þessi vindlalína framleidd að staðaldri í bæði Habano og Maduro útgáfum. Báðar fást þær hér hjá Vindli. Habano í stærðinni Geniales og Maduro í stærðunum Geniales og Chiquitas.

Byrjaðu og endaðu daginn með þessum miðlungs hraðbrennandi vindlum.

Insufficient stock

Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Brand

Brick House, Cabinet Selection, Last Call, Quorum

Framleiðandi

A.J. Fernandez, Boveda, Casdagli Cigars, J.C. Newman Cigar Co.

Framleiðsluland

Dominican Republic, Nicaragua

Stærð vindils

Corona, Geniales, Rosetta, Short Torpedo

Brick House Double Connecticut

Brand

Brick House

Framleiðandi

J.C. Newman Cigar Co.

Framleiðsluland

Nicaragua

Stærð

Last Call Habano

Brand

Last Call

Framleiðandi

A.J. Fernandez

Framleiðsluland

Nicaragua

Stærð

Stjörnugjöf (0)

Stjörnugjöf

Engar stjörnur komnar.

Aðeins skráðir viðskiptavinir, sem hafa keypt þessa vöru, geta gefið stjörnur.

Afhending vöru
Við sendum um allt land.

Þú getur fengið vöruna senda með Dropp eða póstinum. Hjá Dropp getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja hana á afhendingastað sem t.d. eru N1 stöðvar. Hjá Póstinum getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Svo getur þú að sjálfsögðu sótt vöruna á skrifstofu Vindils.