Back

Aging Room Quattro Nicaragua

1.690 kr.1.790 kr.

Saga Aging Room byggist fyrst og fremst á einum manni sem hafði ekki hugmynd um að hann myndi verða lykilmaður á vindlamarkaðnum, Rafael Nodal. Saga Aging Room Quattro Nicaragua Maestro er saga af mögnuðu samstarfi og samvinnu sem leiddi til þess að vindillinn varð vindill ársins 2019 hjá Cigar Aficionado. Hann fékk 96 í einkunn af 100 mögulegum.

Árið 1980 kom Nodal til Bandaríkjanna sem flóttamaður frá Kúbu. Hann byrjaði á því að reyna frir sér í tónlist sem á endanum leiddi hann til New York borgar. Síðar fór hann til Miami þar sem hann reyndi fyrir sér í öðrum verkefnum. Þar hitti hann framtíðarviðskiptafélaga sína þá Hank Bischoff og Dr. Alina Cordoves sem síðar varð eiginkona hans. Ferðalag Nodal inn í vindlaheiminn var ekki stutt. Árið 1998 byrjuðu hann og viðskiptafélagar hans að selja vindla á netinu og árið 2002 tóku þeir yfir Habana Cuba Cigar Co., sem var þá á barmi gjaldþrots með lítið úrval af frekar óeftirminnilegum vindlum. Um tíma voru horfur fyrirtækisins ekki góðar en Nodal gafst ekki upp. Hann prófaði sig áfram með að framleiða vindla í mjög litlu upplagi, small batch.

Árið 2011 framleiddi hann vindlalínu sem kallaðist Aging Room Smal Batch M356. Hann breytti líka nafninu á fyrirtækinu í Boutique Blends. Þessi fyrstu Aging Room vindlar voru búnir til af José „Jochy“ Blanco í Dóminíska lýðveldinu. Jochy er eigandi Tabacalera Palma en Vindill er með gott úrval af La Galera og Indian Head vindlum frá honum. Jochy er einn af þeim sem standa að Aging Room vindlalínunum.

Þessir vindlar fengu góða einkunn í Cigar Aficionado og Presto vindillinn úr línunni komst á topp 25 yfir bestu vindla árins 2011. Þarna fékk Nodal fyrst að kynnast velgengninni sem hann hafði beðið svo lengi eftir.

Í dag er brandið Aging Room dálítið ruglandi því það eru til margir Aging Room vindlar sem eru búnir til í mörgum mismunandi verksmiðjum.

Aðalsmerki Aging Room er hins vegar Aging Room Quattro Nicaragua sem er búinn til af A.J. Fernandez í Nicaragua. Þessi vindill er hugarfóstur Nodal og endurspeglar sýn hans á hvað vindill þarf að hafa til þess að vera alvöru vindill. Fernandez framleiðir vindilinn eftir sýn Nodal með sínu einstaka tóbaki og handbragði.

Hvert einasta lauf í blöndunni er frá Nicaragua og allur vindillinn er bragðsinfónía sem um tíma er þung og rík með keim af dökku súkkulaði og svo eftir smá stund virðist hann lúmskur með örkeim af ljósri karamellu og ristuðum möndlum.

Nodal er algjör listamaður þegar vindlar eru annars vegar og ef upphaf Aging Room var bylting þá er Aging Room Quattro Nicaragua hans meistaraverk.

Clear
SKU: AGINGROOMQUATTRONICARAGUA Vöruflokkur:
Vörulýsing

Vörulýsing

MAESTRO

WRAPPER: Nicaraguan Sumatra

BINDER: Nicaraguan

FILLER: Nicaraguan

Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Brand

Quattro Nicaragua

Framleiðandi

A.J. Fernandez

Framleiðsluland

Nicaragua

Stærð

,

Afhending vöru
Við sendum um allt land.

Þú getur fengið vöruna senda með Dropp eða póstinum. Hjá Dropp getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja hana á afhendingastað sem t.d. eru N1 stöðvar. Hjá Póstinum getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Svo getur þú að sjálfsögðu sótt vöruna á skrifstofu Vindils.