Back

Bellas Artes Hybrid Habano

1.990 kr.

Vindlarnir frá AJ Fernandez eru einhverjir þeir eftirsóttustu á markaðnum í dag. Þessi vindill er engin undantekning. Bellas Artes vindlalínan heitir eftir Bellas Artes þjóðminjasafninu á Kúbu og minnir marga á Kúbuvindla eins og þeir voru í gamla daga.

Bellas Artes er prýddur Rojita laufum en þau eru blendings wrapper úr Connecticut 8212, Corojo ’99 og Havana 2000. Þetta er hugsanlega besti vindill AJ hingað til en þess ber að geta að það er sagt um eiginlega alla vindlana hans – alltaf.

Binderinn er Havana ’92 afbrigði sem er ræktað í Quilalí í Nicaragua. Nicaragua fillerinn samanstendur af tóbaki frá Estelí, Condega og Jalapa. AJ notar líka dálítið af laufum frá Hondúras og aðeins af tóbaki frá Brasilíu.

Þessi mjúkpressaði vindill með ávölum brúnum hefur mjög jafna reykingu. Hann skilur eftir sig viðar- og hnetubragð með snert af þurrkuðum jarðarberjum og núggat.

Clear
SKU: BELLASARTES Vöruflokkur:
Vörulýsing

Vörulýsing

ROBUSTO

WRAPPER: Habano

BINDER: Quilali

FILLER: Nicaragua, Honduras, Brazil

Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Brand

Bellas Artes

Framleiðandi

A.J. Fernandez

Framleiðsluland

Nicaragua

Stærð

Afhending vöru
Við sendum um allt land.

Þú getur fengið vöruna senda með Dropp eða póstinum. Hjá Dropp getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja hana á afhendingastað sem t.d. eru N1 stöðvar. Hjá Póstinum getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Svo getur þú að sjálfsögðu sótt vöruna á skrifstofu Vindils.