Sold out

Boveda 60 gramma rakagjafar 69, 72 og 75% – 4 stk.

3.150 kr.

Boveda rakagjafarnir eru fyrir alla vindlaáhugamenn. Með því að nota rakagjafana frá Boveda minnkar þú viðhald og allt umstang í kringum það að halda réttu rakastigi í vindlakassanum þínum. Allir Boveda rakagjafarnir eru með nákvæmni upp á +/- 1% í loftþéttu umhverfi en rakakassar eru sjaldnast alveg 100% loftþéttir. Það er algengt að raunverulegt rakastig í venjulegum vindlakassa muni ná jafnvægi í kringum 3-5 stigum undir rakastiginu sem gefið er upp á Boveda rakagjöfunum. Það er þó hægt að ná rakastigi nær uppgefinni tölu með betri kössum sem eru loftþéttari. Við mælum með að þú prófir þig áfram til þess að finna hvað þarf til þess að ná jafnvægi í þínum vindlakassa í samræmi við það rakastig sem þú vilt viðhalda.

Vatn í glasi eða aðrar aðferðir við að stýra raka í vindlakassa, s.s. perlur og gel, geta gefið vindlunum þínum óæskilegt bragð auk þess sem sem er hætta á sulli. Boveda rakagjafarnir gefa bara frá sér hreinan raka og munu aldrei eyðileggja vindlana þína, m.a.s. þó rakagjafarnir liggi á þeim sem þó er kannski ekki mælt með. Aðrir einstefnu rakagjafar eru ófullkomnir að því leyti að þeir stöðva ekki rakamyndun þó ákjósanlegu rakastigi hafi verið náð. Vindlarnir gætu þannig orðið of blautir.

 • Það eina sem þú þarft að gera er að setja rakagjafann í vindlakassann þinn og hann byrjar að virka samstundis. Það getur auðvitað tekið tíma að ná upp réttu rakastigi í kassanum því bæði vindlarnir og viðurinn dregur í sig raka.
 • Rakagjafarnir bæta við og draga í sig raka með tvístefnu rakastýringu sem Boveda hefur einkaleyfi á.
 • Þeir koma í veg fyrir að vindlarnir þínir springi og blási út.
 • Hafa engin áhrif á bragð og lykt.

Nota á einn 60 g Boveda rakagjafa fyrir hverja 25 vindla í vindlakassa.

 • Settu rakagjafann undir hilluna á Boveda vindlakassanum þínum. Þessi vindlakassi fæst hér í vefversluninni.
 • Settu rakagjafann í þar til gert hulstur sem þú festir innan á lokið á vindlakassanum þínum. Þetta hulstur fæst hér í vefversluninni.
 • Settu pokana í varðveislupokann frá Boveda sem fæst hér í vefversluninni.
 • Settu rakagjafann einfaldlega ofan í vindlakassann þinn.

Hvaða rakastig á ég að nota?

Vindla er best að geyma í milli 65-75% raka en bæði smekkur manna og tegund vindla getur ráðið því hvaða rakastig er rétt að miða við. Minnt er á að Boveda rakagjafarnir halda raka í kassa eitthvað undir uppgefinni rakatölu á pökkunum en það getur einnig verið háð því hversu loftþéttur kassinn er.

Benda má á eftirfarandi viðmiðun frá Boveda:

 • 65% – Kúbuvindlar.
 • 69% – Sweet Spot í loftþéttum umbúðum.
 • 72% – Viðar vindlakassar.
 • 75% – Vindlakassar sem eru ekki alveg loftþéttir.

Hafðu samband við okkur hér í gegnum síðuna ef við getum aðstoðað þig við val á rakagjafa.

Clear
Vörulýsing

Vörulýsing

Boveda rakagjafarnir koma fjórir saman í pakka.

Stærð poka: 5.25″ x 3.5″

Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Rakastig

65%, 69%, 72%, 75%

Afhending vöru
Við sendum um allt land.

Þú getur fengið vöruna senda með Dropp eða póstinum. Hjá Dropp getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja hana á afhendingastað sem t.d. eru N1 stöðvar. Hjá Póstinum getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Svo getur þú að sjálfsögðu sótt vöruna á skrifstofu Vindils.