Boveda varðveislupokar

890 kr.2.290 kr.

Boveda varðveislupokarnir eru á góðu verði, meðfærilegir og virka frábærlega á ferðalögum. Það er hægt að nota þá sem loftþétt hólf í öðrum rakakassa eða bara sem fyrsta vindlakassann fyrir nýja áhugamenn um vindla. Hver poki kemur með einum 69% RH Boveda rakapoka. Pokinn passar vel í töskuna, golfpokann eða veiðijakkavasann.

  • Það er hægt að nota pokann til þess að koma réttu rakastigi í vindla áður en þeir eru settir í vindlakassa.
  • Það getur verið gott að geyma vindla í varðveislupoka þegar vindlakassinn er fullur!
  • Pokarnir henta vel fyrir nýja vindlaáhugamenn sem vilja ekki kaupa vindlakassa strax.
  • Hver poki kemur með 69% RH Boveda rakagjafa sem getur enst í 6-12 mánuði.
  • Pokarnir eru gerðir úr þykku 4,5 mil efni sem er 3x þykkara en venjulegi rennilásplastpokinn sem er keyptur í matvöruverslun.
  • Hönnunin á pokunum veitir sömu vernd og Tupperware® ílát.
  • Tvöfalt lokunarkerfi á pokunum tryggir loftþéttingu.

Í Small útgáfuna kemur þú 3-5 vindlum og í Medium útgáfuna er hægt að koma allt að 15 vindlum. Í Large útgáfuna er hægt að koma allt að 80 vindlum.

Clear
Vörulýsing

Vörulýsing

Stærðir:

  • Small: 8.75″ x 4.25″ – 3-5 vindlar
  • Medium: 11″ x 8″ – Allt að 15 vindlar
  • Large: 15″ x 12″ – Allt að 80 vindlar
Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Stærð

Small, Medium, Large

Afhending vöru
Við sendum um allt land.

Þú getur fengið vöruna senda með Dropp eða póstinum. Hjá Dropp getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja hana á afhendingastað sem t.d. eru N1 stöðvar. Hjá Póstinum getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Svo getur þú að sjálfsögðu sótt vöruna á skrifstofu Vindils.