La Galera Maduro

1.990 kr.

Jochy Blanco er búinn að vera í áratugi í vindlabransanum og rekur nú fjölskyldufyrirtækið Tabacalera Palma sem var stofnað árið 1936. Tóbakið sem Jochy ræktar í Dóminíska lýðveldinu er notað í marga nafntogaða vindla eins og La Flor Dominicana og Aging Room. La Galera er hins vegar eigin vindlalína Jochy.

Það sem skilur La Galera vindla að frá öðrum vindlum er að Jochy hefur yfir svo gríðarlegu magni af tóbaki að ráða vegna þess hversu mikið hann ræktar í ljósi þess að aðalstarfsemi hans er að rækta og selja tóbak til annarra vindlaframleiðenda. Hann á þannig mikið af birgðum af tóbaki sem hann hefur geymt í áranna rás og getur valið úr til þess að búa til magnaðar tóbaksblöndur.

La Galera Maduro vindlarnir bera vott um einbeitingu og þrautseigju Jochy. Um er að ræða margslungna og einstaka blöndu úr reserva tóbaksbirgðunum hans. Þeir eru saman settir af dökkum San Andreas Maduro wrapper með ljúffengum Piloto Cubano og Criollo 98 filler frá Tabacalera tóbaksekrunum Jacagua og Gurabo. Það er einhvers konar jafnvægi í tóbakinu í þessum vindlum sem leysir á sama tíma úr læðingi kröftug og mjúk brögð. La Galera Maduro vindlarnir eru einmitt það sem alla Maduro vindla langar til að vera.

Clear
SKU: LAGALERAMADURO Vöruflokkur:
Vörulýsing

Vörulýsing

CORONA GORDA „PEGADOR“

WRAPPER: San Andres

BINDER: Dominican Piloto Cubano

FILLER: Dominican Piloto Cubano, Criollo 98

Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Brand

La Galera

Framleiðandi

La Tabacalera Palma

Framleiðsluland

Dominican Republic

Stærð

Afhending vöru
Við sendum um allt land.

Þú getur fengið vöruna senda með Dropp eða póstinum. Hjá Dropp getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja hana á afhendingastað sem t.d. eru N1 stöðvar. Hjá Póstinum getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Svo getur þú að sjálfsögðu sótt vöruna á skrifstofu Vindils.