Sold outHot

SMAKKPAKKI: CASDAGLI PORTFOLIO

7.890 kr.

Þessi smakkpakki er rosalegur. Hér er um að ræða safn úr fjórum vindlalínum frá Casdagli. Þetta er uppáhaldssmakkpakkinn okkar.

Vindlarnir frá Casdagli eru hver öðrum stórkostlegri og með þetta safn í kassanum eru þér allir vegir færir!

Product Quantity

Casdagli Cabinet Selection

Snemma á 20. öld var vinsælt meðal breskra yfirstétta að panta sérsniðna vindla í einföldum, ferköntuðum sedarviðarkössum. Þegar vindlarnir höfðu verið afhentir í þessum kössum var kössunum stillt upp sem skrauti. Cabinet Selection línan frá Casdagli dregur nafn sitt af þessari sögu.

Cabinet Selection vindlarnir bera allir nöfn kaffidrykkja en þeir þykja henta vel til þess að njóta með kaffisopanum.

Cabinet Selection vindlarnir eru blandaðir af Hendrik Kelner Jr. í Kelner Boutique Factory sérstaklega fyrir Casdagli. Vindlarnir eru svo prýddir Dominican Cotui wrapper sem er ræktaður af systur Hendrik Kelner Jr., Monika Kelner.

Romano vindillinn hefur sætan blómakenndan eiginleika af Cotui wrappernum sem blandast fullkomlega við ríkan binder og filler. Hann er með Nicaragua binder og Dominican filler.

Rosetta vindillinn er eilítið keilulaga og með afgerandi eiginleika af 11 ára Bonao binder tóbakinu sem hann inniheldur. Hann er mildur til miðlungs sterkur með sætum keim. Rosettan var fyrsti vindillinn í Cabinet Selection línunni. Hann er með Dominican binder og Dominican filler.

 

Ristretto 4" x 50
1

Casdagli Daughters of the Wind

Snemma á 19. öld keyptu bræðurnir Demetrius og Alexander Casdagli hesthús Sheykh Obeyd rétt fyrir utan Cairo í Egyptalandi og urðu annálaðir ræktendur Arabíu keppnishesta. Saman unnu þeir allar stærstu kappreiðarnar.

Arabíuhesturinn er þekktur fyrir styrk sinn, þokka og fágun. Daughters of the wind línan frá Casdagli hefur nákvæmlega þessi einkenni. Vindlalínan heitir eftir arabísku ljóði, ortu á 6. öld um fegurð Bedouin hesta.

Vindlarnir úr þessari línu eru handgerðir í Costa Rica. Þetta eru einstakir vindlar sem innihalda sjaldgæft tóbak frá Peru, Dominican Republic og Ecuador. Þetta eru full bodied vindlar en líka dálítið víðáttumiklir. Þeir hafa ríkt, sætt og kryddað bragð.

Calico vindillinn inniheldur filler sem er samansettur af Liguero Dominican Oscuro sem er síðan balanseraður með sætum Peruvian Pinar og Dominican Caramello. Binderinn er frá eigin ekru verksmiðjunnar í Costa Rica þar sem hann er handgerður. Þessi einstöku og exótísku lauf eru svo vafin í Ecuacdorian Habano wrapper. Af þessum vindli er ríkt bragð með keim af karamellu, pipar, vanillu, sedarvið, kanil og múskati. Þetta er miðlungs til full body vindill sem umbreytist í full body upplifun í síðari hálfleik reykingarinnar.

Pony Express Corona Gorda 6" x 48
1

Casdagli Club Mareva Line

Gran Mareva línan frá Casdagli var sett á markað árið 2014 til þess að fagna samstarfi Casdagli við Cigar Club Mareva sem er heimili Cigar Smoking World Championship (CSWC).

Þessi vindlaklúbbur er staðsettur í sögufrægu húsi frá 16. öld í Split í Króatíu. Stofnandi vindlaklúbbsins, Marko Bilić, sem hefur valdi sérstaklega tóbaksblöndurnar í þessa vindlalínu sem er svo búin til af handverksmanninum Hendrik Kelner Jr.

Þessi vindill er blandaður á grundvelli Traditional blöndunnar frá Casdagli. Fillerinn er aðallega eldri árgangar af Nicaraguan Viso og Dominican Seco þannig að vindillinn hefur að geyma mjúkt, rjómakennt hunangsbragð með sætum ilmi.

Þú gætir fundið bragð af súkkulaði, jörð, grasi og sedarvið.

Pyramide 6" x 49
1

Casdagli Basilica Line

Basilica línan frá Casdagli er framleidd til þess að heiðra einn af forfeðrum Casdagli fjölskyldunnar. Hann hét Emmanuel Casdagli og mynd af honum prýðir bandið um vindilinn.

Nafnið Basilica er grískt að uppruna og þýðir „Royal House“. Vindlalínan er innblásin af viðskiptavinum Casdagli í Sádi Arabíu sem langaði í í vindil til þess að para við oriental te og arabíska matseld, einkum sítrusbrögð sem henni fylgja. Fóturinn á vindlinum er dálítið sérstakur en hann er hannaður til þess að leiða reykinguna rólega inn í full bodied brögðin sem vindillinn hefur.

C#3 Petit Robusto vindillinn inniheldur dökk Ecuadorian Corojo lauf sem leysa úr læðingi kakó- og súkkulaðibrögð en þetta er síðan balanserað með sætum Jalapa binder. Þessi vandaða blanda af þremur filler laufum gefur skarpt bragð. Brögð sem rekja má til þessa vindils eru einkum súkkulaði, espresso kaffi, pipar og eik.

Þetta er mjúkur full bodied vindill sem er fullkominn til þess að reykja eftir mat. Hann passar líka afar vel með kampavíni.

 

 

A 6" x 52
1

Insufficient stock

SKU: CASDA1 Vöruflokkar: , ,
Aðrar upplýsingar

Aðrar upplýsingar

Brand

Basilica Line, Cabinet Selection, Daughters of the Wind, Gran Mareva

Framleiðandi

Casdagli Cigars

Framleiðsluland

Costa Rica, Dominican Republic

Stærð vindils

Calico, Figurado, Petit Corona, Petit Robuste, Robusto, Romano, Rosetta

Casdagli Cabinet Selection

Brand

Cabinet Selection

Framleiðandi

Casdagli Cigars

Framleiðsluland

Dominican Republic

Stærð

Casdagli Daughters of the Wind

Brand

Daughters of the Wind

Framleiðandi

Casdagli Cigars

Framleiðsluland

Costa Rica

Stærð

Casdagli Club Mareva Line

Brand

Club Mareva

Framleiðandi

Casdagli Cigars

Framleiðsluland

Dominican Republic

Stærð

Casdagli Basilica Line

Brand

Basilica Line

Framleiðandi

Casdagli Cigars

Framleiðsluland

Dominican Republic

Stærð

C#3 Petit Robusto 4" x 52

Stærð

Afhending vöru
Við sendum um allt land.

Þú getur fengið vöruna senda með Dropp eða póstinum. Hjá Dropp getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim eða sækja hana á afhendingastað sem t.d. eru N1 stöðvar. Hjá Póstinum getur þú valið milli þess að fá vöruna senda heim, á pósthús eða í póstbox.

Svo getur þú að sjálfsögðu sótt vöruna á skrifstofu Vindils.